News
02.01.2008 - Blind bjargdúfa
 

Í morgun þegar undirritaður kom til vinnu sinnar stóð umkomulaus bjargdúfa við dyrnar. Fuglinn stóð hreyfingarlaus þótt gengið væri alveg að honum. Þegar betur var að gáð kom í ljós að dúfan var blind. Engar skýringar hafa enn fengist á þessari blindu, en þó hafa menn getið sér til að hún hafi orðið fyrir flugeldi um áramótin. Hér eru myndir af dúfunni frá því í dag. Undirritaður tók hana heim með sér og gaf henni augndropa og þreif mikla útferð sem myndast hafði við augun. Dúfan býr nú við góðar aðstæður og er vonast til að hún nái sjón aftur. AS