News
07.03.2008 - Garðfuglaskoðun 2008
 

Dagana 7.–10. mars 2008 stendur Fuglavernd fyrir garðfuglaskoðun, sem er einn af þeim árvissu viðburðum félagsins. Landsmenn eru hvattir til þess að taka þátt í garðfuglaskoðuninni, sérstaklega þeir sem gefa fuglum í görðum sínum. Þeir Íslendingar sem gefa fuglum að vetri til teljast örugglega í þúsundum. Markmið garðfuglaskoðunar er að fá sem flesta til þess að skoða fugla í görðum sínum og vekja áhuga á fuglaskoðun og hversu auðvelt það er að stunda hana. Fá fólk til þess að fóðra fugla, vekja áhuga á fuglum og töfrum þeirra. Ennfremur er markmiðið að afla upplýsinga um fugla í görðum landsmanna, hvaða tegundir eru til staðar og í hve miklu magni.

Nánari upplýsingar má finna á vef fuglaverndarfélagsins, www.fuglavernd.is