News
15.04.2008 - Brandendurnar eru mættar á svæðið
 

Í morgun meldaði Sigurjón Stefánsson eitt brandandarpar hér úti á Búlandsnesinu við flugvöllinn. Brandendurnar eru seint á ferðinni þetta árið enda hafa aðstæður ekki verið sérlega hagstæðar veðurfarslega á svæðinu vegna snjóa.
Brandendurnar hafa fyrst komið hér inn á svæðið 28 mars, en þá áraði betur en nú. AS