News
18.04.2008 - Fleiri brandendur bætast við
 

Nú eru komin tvö pör af brandöndum á svæðið og voru þau að venju við flugvallarsvæðið á Búlandsnesi í dag.
Mikill hópur af heiðlóum í Grunnasundi og þá voru þar einnig stelkar, sandlóur, tjaldar og lóuþrælar í bland.
Þá voru 8 stk af skúföndum í höfninni, allsstaðar mikið líf á ferðinni hvert sem litið er.
Þá meldaði Sigurjón Stefánsson jaðrakan í leirunum í Álftafirði. AS

Myndir dagsins.