News
20.04.2008 - Flórgoðinn mættur
 

Í dag var eitt flórgoðapar mætt á Fýluvoginn og einn stakur fugl hér á Búlandsnesinu, en nú hafa myndast nokkuð stórar vakir á vötnunum og fuglinn hefur verið fljótur að átta sig á því. Á síðasta ári var Flórgoðinn mættur þann 3 apríl, en þá var heldur engin ís á vatninu. Síðustu ár hafa 2 til 4 pör verpt á nærsvæði Fýluvogs. Þá voru einnig komnar 20 skúfendur á Fýluvoginn í dag, þar mátti einnig sjá urtendur, stokkendur og svo voru brandendurnar á sínum stað steinsnar hjá við Breiðavoginn þar sem klakinn er einnig farin að hörfa. AS