News
21.04.2008 - Lómur, grafönd og spói mætt á svæðið
 

Nú er orðið mjög líflegt við Fýluvoginn, auk fjölda skúfanda, urtanda,stokkanda,hettumáfs og svo flórgoðans mættu í dag til viðbótar tvö pör af lóm og einn stakur fugl og var mikill galsagangur í þeim og fylgdi mikið væl með eins og þeirra er siður í tilhugalífinu.  Þá voru þrír grafandarsteggir mættir einnig og eitt stakt par við Fýluvoginn, þá flugu fimm vellandi spóar hjá. Nú vantar bara skeiðöndina og gargöndina til svo segja megi að allar helstu andartegundirnar séu mættar sem hafa haldið sig við voginn á undanförnum sumrum. AS