News
15.05.2008 - Landsmót fuglaáhugamanna, hefst annað kvöld
 

Fuglaáhugamenn nær og fjær / skyldi hvítöndin vera enn á Djúpavogi ?
Minni á Landsmót fuglaáhugamanna á Djúpavogi um helgina þ.e. 16 - 18 maí.
Vonumst eftir að sem allra flestir sjái sér fært að mæta.
Sjáumst hress og kát
F.h. Fuglaáhugamanna á Djúpavogi
Andrés Skúlason


Dagskrá (getur tekið einhverjum breytingum eftir veðri og vindum)

Föstudagurinn 16. maí
Mæting á Hótel Framtíð.
Kl. 21:00

Setning Kristján Ingimarsson
Kynning á svæðinu – Andrés Skúlason og Albert Jensson

Laugardagur 17. maí
Kl. 08:00 - 12:00
Eyfreyjunes við Berufjörð,varpstaður bjargdúfna skoðaður.
Fuglaskoðun á vötnum á Búlandsnesi
Kl. 12:00 - Hádegishlé
Kl. 13:30 - 18:00
Fuglaskoðun: Álftafjörður

Kl. 20:00 - Kvöldverður
Meðal gesta sem verða með erindi og myndasýningar á laugardagskvöldinu
verða Einar Þorleifsson og Sigurður Ægisson og kannski fl.

Sunnudagurinn 18. maí
Frjálst, tilvalið að kíkja í garða eða í skógræktina eftir flækingum.


Tilkynning v/ Landsmóts fuglaskoðara frá Hótel Framtíð Djúpavogi

Vegna fyrirspurna frá Fuglaáhugamönnum með verð sem að ég sendi út, þá vil
ég minna á það að við bjóðum einnig upp á aðrar tegundir af gistingu
á Hótel Framtíð.

Tjaldsvæði, þar kostar nóttin kr.750.- pr/mann
Svefnpokagisting í herbergjum með vsk en sameiginleg sturtu og
salernisaðstaða kr.2.800.- pr mann
Herbergi uppábúin einnig með vask en sameiginleg sturtu og salernisaðstaða
kr.5.400.- pr mann

Verðin á matnum eru einnig tilboðsverð til fuglaskoðara og við verðum að fá
skráningu í þann mat fyrir fimmtudag.

Það er auðvitað ekki nein skylda að skrá sig í þennan mat,
Við erum einnig með matseðil sem að er með c.a. 10 rétti + Pizzurnar frægu.
Verð á réttum í matseðli okkar eru frá kr.950.-

Hér á hver og einn á að geta fundið verð sem að henta sínu veski.
Vona að allir verði sáttir og finni eitthvað við sitt hæfi hérna hjá okkur á
Hótel Framtíð.


Með bestu kveðju
Þórir Stefánsson, hótelstjóri

Upplýsingar í síma 4788887 – 8968887