News
23.04.2007 - Rauðbrystingur
 

Í gær mátti sjá þennan rauðbrysting í svokölluðu Grunnasundi á Búlandsnesi. Rauðbrystingurinn var á vappi innan um sandlóur, sendlinga, stelka, tildrur, tjalda og heiðlóur. Í Grunnasundi gætir mikils munar á flóði og fjöru og því eru leirurnar þar mjög ákjósanlegar fyrir margar þessar fuglategundir þar sem að ýmis smákvikindi berast inn á landið með sjónum. AS