News
You are here: Fréttir
19.08.2008 - Bjargdúfa á eggi |
Í dag fór undirritaður út í Eyfreyjunes hér við sunnanverðan Berufjörð með Eyjólfi bónda á Framnesi en hann hafði séð þar bjargdúfu á hreiðri en það er ekki oft sem að hún sýnir sig á hreiðrinu, er yfirleitt inn í holum þannig að ekki er hægt að komast að því að sjá eggin. Verður þetta varp einnig að teljast sérkennilegt fyrir það að nú er komin 19.ágúst og hlýtur það að teljast mjög óvenjulegt að þær verpi á þessum tíma, enda allar aðrar bjargdúfur á svæðinu löngu farnar úr klettunum. Hér má sjá mynd af eggjunum tveimur inn í klettaskoru sem tekin var af þessu tilefni í dag. AS
|