News
13.09.2008 - Kóngasvarmi
 

Í morgun kom ungur piltur hér á Djúpavogi, Davíđ Örn Sigurđarson fćrandi hendi međ stórt fiđrildi.
Viđ greiningu kom í ljós ađ hér er svokallađur kóngasvermir á ferđ.
hér má sjá međfylgjandi myndir af fiđrildinu og ýmsan fróđleik međ sem tekin var af netinu. AS

Kóngasvarmi

 

Ýmsar tilkynningar um ađ sést hafi til kóngasvarma.  Margar spurningar vakna viđ ţessa óvenjulegu sjón og hefur Jón Már Halldórsson, líffrćđingur, svarađ nokkrum ţeirra á vísindavef Háskóla Íslands.  Eftirfarandi spurningar og svör ásamt međfylgjandi mynd er ađ finna á vísindavefnum.

"Hvernig fiđrildi er kóngasvarmi? Er ţađ eitrađ eđa hćttulegt? Lifir ţađ á Íslandi?
Kóngasvarmi (Agrius convolvuli, e. Convolvulus Hawk-moth), stundum nefnt kóngafiđrildi, er ekki hluti af íslenskri skordýrafánu en berst hingađ stundum sem flćkingur.

Kóngasvarmar eru nćturdýr og eru ţess vegna á ferli eftir ađ skyggja tekur. Ţeir lifa á blómasafa eins og önnur fiđrildi og eru afar stórir miđađ viđ íslensk skordýr, vćnghafiđ getur veriđ 9-13 cm. Kóngasvarmar geta haldiđ sér kyrrum á lofti fyrir framan blóm og stinga löngum rana inn í ţau til ađ sjúga blómasafann. Ţeir ţurfa ţví ekki ađ setjast á blómiđ og minna ţannig á fugla, sérstaklega kólibrífugla. Fiđrildaćttin sem kóngasvarminn tilheyrir, svarmaćtt (Sphingidae), er í samrćmi viđ ţađ kölluđ „Hummingbird moth“ á ensku. Kóngasvarmar eru međ öllu skađlausir og er engin ástćđa til ađ hrćđast ţá.

Kóngasvarmi svífur framan viđ blóm líkt og kólibrífugl. Sjá mynd.

Ţau dýr sem finnast hér á landi hafa ađ öllum líkindum borist frá Evrópu. Tíđafar í álfunni hefur veriđ afar hagstćtt fyrir kóngasvarmann og suđlćgir vindar undanfarnar vikur hafa flutt fjölda einstaklinga hingađ norđur eftir. Búsvćđi kóngasvarmans er víđáttumikiđ, ţađ nćr til Afríku, Asíu, Eyjaálfu auk Suđur-Evrópu. Kóngasvarmar ferđast árstíđabundiđ norđar í Evrópu, međal annars til Bretlandseyja, en fjölga sér ţar ekki. Borist hafa tilkynningar um ţessi fiđrildi víđa ađ af landinu eftir 9. ágúst, svo sem frá Stykkishólmi, Blönduósi, höfuđborgarsvćđinu, Selfossi og Neskaupsstađ."

Ađ auki kom fram í Morgunblađinu, laugardaginn 23. ágúst sl. ađ fiđrildiđ hafi sést á Vestfjörđum og starfsmađur Náttúrustofu Vesturlands sá eitt á sunnanverđu Snćfellsnesi.  Einnig hefur Náttúrustofan fregnir af ţví ađ dauđur kóngasvarmi hafi fundist á Rifi á Snćfellsnesi 
Kóngasvarminn sem Davíđ Örn fann


Hér má gera sér grein fyrir stćrđinni