News
You are here: Fréttir
28.09.2008 - Bjarthegri í Hamarsfirði |
Í dag tilkynnti Albert Jensson um bjarthegra í Hamarsfirði og hér á meðfylgjandi myndum má sjá hegrann bæði á flugi og svo þar sem hann var að gogga upp seiði meðfram Hamarsánni. Bjarthegrinn flaug síðan út á Búlandsnes þar sem að hann stoppaði sem snöggvast við Breiðavog en þangað elti ljósmyndari hann. Síðast sást hann fljúga upp af Breiðavognum og nokkuð hátt í suður. Ekki gott að átta sig á hvort hann hafi lent utar á Búlandsnesi eða tekið stefnu á haf út. Bjarthegri er flækingur, frekar sjaldséður, en hann sást síðast hér um slóðir fyrir tveimur árum, en þá var um eldri fugl að ræða, með mikinn skúf aftan á höfði. AS
|