 Þekkingarnet Austurlands auglýsir
Við erum að kanna áhuga á grunnnámskeiðinu AutoCad. Til þess að geta haldið námskeiðið þurfum við 9 þátttakendur.
AutoCAD 2010 & AutoCAD LT 2010 48 kennslust. Kennari frá Iðunni fræðslusetur Verð: 66.000.- Aðilar Iðunnar: 56.000.- Þekking: Þátttakandi aflar grundvallarþekkingar á viðmóti forritsins, skipunum þess og tækni til að skapa, lagfæra og prenta tvívíð verkefni. Leikni: Þátttakandi er fær um að teikna og málsetja einfalda hluti og útbúa snyrtilegar og aðlaðandi teikningar. Hæfni: Þátttakandi hagnýtir þekkingu sína í tvívíðri hönnun við aðstæður á vinnustað. Hann öðlast undirstöðu til að vinna með AutoCAD í þrívídd.
Stéttarfélög greiða niður starfstengd námskeið, athugaðu þinn rétt. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst ef áhugi er fyrir hendi og ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar.
Nína Síbyl Birgisdóttir Þekkingarnet Austurlands www.tna.is nina@tna.is |