• Forsíða |
• Stjórnsýsla |
• Djúpivogur |
• Cittaslow |
• Náttúra |
• Myndasafn |
• Innsent efni |
• Laus störf |
• Tenglar |
• Hafa samband |
• English |
• Endurvinnslukort |
31.12.2010 - Um áramót - Pistill frá sveitarstjóra |
Nýlega bárust athyglisverðar tölur frá Hagstofu Íslands um íbúaþróun á Austurlandi. Þar kemur fram að í öllum sveitarfélögum utan Djúpavogshrepps og Borgarfjarðarhrepps hefur íbúum fækkað sl. ár. Í Djúpavogshreppi fjölgaði íbúum um rúmlega tvö prósent. Þetta eru gleðifréttir og gott veganesti fyrir okkur í ársbyrjun. Á sama tíma er það dapurlegt hvað fækkar annars staðar í fjórðungnum og umhugsunarefni hverju er um að kenna. Það er undarlegt hlutskipti okkar landsbyggðarfólks að þurfa að sitja og standa samkvæmt byggðapólitík sem umturnast eftir því hver er ráðherra sveitarstjórnarmála hverju sinni. Gleymum ekki að byggðamál snúast nú orðið ekki eingöngu um landsbyggð og höfuðborgarsvæði heldur um landið sjálft. Stefnir ekki í að skortur á læknum og öðrum fagstéttum, sem hefur verið viðvarandi víða í dreifbýli um árabil, sé að verða vandamál á landsvísu? Eru ekki skipasmíðar t.d. meira og minna aflagðar í landinu og ungt fólk sem fer utan til náms, kemur það allt til baka? Setjum byggðamálin í stærra samhengi og munum að í samanburði við Evrópu er Ísland Grímsey. Sundurlyndi og núningur milli landshluta, að ekki sé minnst á milli sveitarfélaga ber í þessu ljósi vott um heimóttarskap sem við höfum ekki efni á. Við þurfum á að halda heildstæðri stefnu til framtíðar um byggðamál sem gerir fólki kleift að búa og starfa þar sem það kýs, ekki stefnu sem gefur síendurtekinn gálgafrest að því er virðist. Á nýju ári er tilvalið að krefja ráðamenn um þess konar stefnu. Upp úr miðri síðustu öld tók Davíð Stefánsson mönnum vara við skyndilausnum á atvinnu- og byggðamálum og það er full ástæða til að rifja það upp hér. Hörku þarf til að heyja stríðið En þar koma líka válynd veður Mínar bestu óskir sendi ég íbúum Djúpavogshrepps um farsæld á komandi ári og kærar þakkir fyrir ánægjuleg samskipti á því sem er að líða. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri |
Veðurstöðin Papey kl.01:00:00 | |
Hiti: | -0,2 °C |
Vindátt: | V |
Vindhraði: | 4 m/sek |
Vindhviður: | 6 m/sek |
Veðurstöðin Teigarhorn kl.01:00:00 | |
Hiti: | °C |
Vindátt: | |
Vindhraði: | m/sek |
Vindhviður: | m/sek |
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.01:00:00 | |
Hiti: | -3,1 °C |
Vindátt: | NA |
Vindhraði: | 1 m/sek |
Vindhviður: | 7 m/sek |
Flóð og Fjara: 10.1.2025 |
| |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|