News
You are here: Fréttir
12.04.2009 - Hringönd á Fýluvogi |
Í morgun meldaði hinn fuglaglöggi Sigurjón Stefánsson hringönd á Fýluvogi sem hér má sjá staðfest á myndum sem teknar voru rétt fyrir hádegið í dag. Hringönd er flækingsfugl og sést annað veifið hér á Íslandi og þá helst sunnanlands. Vonast er til að megi ná betri myndum af fuglinum, en þessar eru teknar af löngu færi.
|