News
12.04.2009 - Hringönd á Fýluvogi
 

Í morgun meldaði hinn fuglaglöggi Sigurjón Stefánsson hringönd á Fýluvogi sem hér má sjá staðfest á myndum sem teknar voru rétt fyrir hádegið í dag. Hringönd er flækingsfugl og sést annað veifið hér á Íslandi og þá helst sunnanlands.  Vonast er til að megi ná betri myndum af fuglinum, en þessar eru teknar af löngu færi.
Hér er karlfugl á ferð og heldur hann sig í skúfandarhóp á Fýluvognum og virðist líka lífið vel þar sem hann kafar með skúföndunum eftir æti. Má því allt eins búast við að hringandarsteggurinn haldi sig á Fýluvognum um einhvern tíma og vonandi sem allra lengst. AS 

 

 

 

 


Hringandarsteggur


Í hópi skúfanda á Fýluvogi


Hringöndin fjær með skúfandarkarli


Á goggi er hvítur hringur sem fuglinn ber nafn af