News
06.07.2012 - Gjöf til fuglaverkefnisins
 

Hér með er komið á framfræri leiðréttingu vegna þessarar áður fluttu fréttar frá 29 júní síðastliðinn  - en sá sem smíðaði þennan glæsilega grip heitir Ingólfur Geirdal og er því hér með komið á framfæri. 

Í gær mætti Axel Jónsson (bróðir Öldu á Fossárdal) færandi hendi á skrifstofu sveitarfélagsins með gjöf til fuglaverkefnisins og er gjöfinni ætlaður staður í fuglaskoðunarhúsi hér út við vötnin, en Axel hrósaði einmitt heimamönnum fyrir þá aðstöðu sem þar væri komin upp með byggingu fuglaskoðunarhúsa og fl. 

Gjöfin er sem sagt forláta baukur fyrir frjáls framlög gesta sem koma við á fuglaskoðunarsvæðinu og vilja styðja við fuglaverkefnið.  Baukinn smíðaði Ingólfur Geirdal og er mikil listasmíð, glansandi og úr ryðfríu stáli eins og sjá má á mynd.  
Hér með eru  Axel og smiðnum góða Ingólfi færðar hinar bestu þakkir fyrir þennan glæsilega grip sem á án efa eftir að skila sínu.  

AS

 

 

 

 

 

Andrés Skúlason tekur fagnandi við gjöfinni frá Axel Jónssyni