News
09.08.2012 - Stormsvala í Papey
 

Stefán Guðmundsson hafnarvörður á Djúpavogi hefur staðfest tilvist stormsvölu í Papey með hljóðupptökutæki en hann tók upp stormsvölusönginn í gærkvöldi við steinahleðslur sem fuglinn heldur sig í. Stefán segir að hann hafi heyrt hljóð svölunnar á síðustu árum á þessu sama svæði.  Stormsvölur eru fágætar hér við land og er erfitt að ná til þeirra fyrr en fer að skyggja en þá fara þær gjarnan á flug. Hér má heyra stormsvöluhljóð http://www1.nams.is/fuglar/details.php?val=1&id=75# athuga að á vefnum hefur víxlast hljóð storm og sjósvölu þannig að þetta hljóð hér er hljóð stormsvölunnar merkt sem sjósvölu.

Lengd:        14 - 16 cm  
Þyngd:        25 g 
Vænghaf:   36  -  39 cm

Afar lítill dökkur sjófugl. Sæsvölur (stormsvala og sjósvala) eru alls óskyldar svölum.Stormsvala er minnsti sjófugl Evrópu, lítið eitt minni en sjósvala

Skoða myndir
Lengd:        14 - 16

 

Skoða myndir

Á færi eru sæsvölurnar oftast best greindar sundur af fluglaginu. Sjósvala flögrar líkt og fiðrildi og breytir sífellt um hraða og stefnu. Flug stormsvölunnar er beinna og jafnara. Báðar eru einstaklega fimar og léttar á flugi. Stormsvala eltir oft skip úti á rúmsjó. Í fæðuleit fljúga svölurnar mjög lágt yfir sjónum með lafandi fætur eða eins og þær hlaupi á haffletinum. Hrekur stundum inn í land í sunnanstórviðrum á haustin.
Þögul utan varpanna. Gefur frá sér malandi kurr í holu.

Lengd:        14 - 16 cm  
Þyngd:        25 g 
Vænghaf 36 cm - 39 cm